Hugmynd að morgni - tilbúin vara að kvöldi.

Written by Super User. Posted in Blog

Laugardagur 16. júní.

Ég var búinn að vera að hanna sverð í hausnum í nokkra daga og ákvað þegar ég vaknaði í gærmorgun að nú væri kominn tími til að teikna þetta upp. Ég skissaði upp í Rhino (3d teikniforrit) sverðið yfir morgunmatnum á þróunarsetrinu í Kjós og upp úr hádegi renndi ég af stað í bæinn.

Þegar ég kom niður í búð kláraði ég teikninguna af sverðinu, henti krossvið í skurðarvélina og skar út fyrstu frumgerðina um 2-leytið. Þegar vélin var búin að skera út sverðið setti ég það saman og fann tvær villur sem þurfti að laga.


Skjá-skot af teikningunni.

Skjá-skot af teikningunni.

Þegar sverðið var komið þá var að teikna skjöldinn en þar fór mesti tíminn í að skissa drekana sem skreyta skjöldinn, en þegar það var komið var klukkan að verða 5 og kominn tími til að skera út tvö sett. Ég bætti við "R" og "B" stöfum á skyldina fyrir Róbert og Brynjar.

 

 

Þegar heim var komið fórum við strákarnir strax í að líma þetta saman og gekk mikið á enda mikill spenningur í þróunardeildinni...

Búið að losa alla partana úr grindunum.

Búið að líma sverðin og skyldina saman og klukkan farin að ganga 10 að kveldi og kominn tími til að koma sér í háttinn.

Skjöldurinn hans Róberts.

Sunnudagur 17. júní.

 

Þegar pabbi var búinn að fá sér morgunmat og gott kaffi fóru strákarnir í að mála skyldina og sverðin. Við notum bara akríl málningu sem var keypt í Verkfæralagernum á Smáratorgi.

Málað.

Brynjar málar skjöldinn sinn.

Róbert búinn að mála sitt sett.

Allt klárt og þá er bara að fara út að skylmast.

Svo er bara að æfa sig að skylmast og reyna að meiða ekki hvorn annan!

 

Róbert og Brynjar mála drekasverðin og -skyldina sína.

Geislar hönnunarhús - Laserskurður - Leikföng - Gjafavara - Ráðgjöf

Bolholti 4 - 105 Reykjavík - 565 0806 / 777 6190 - email: palmi (hjá) geislar.is