Fyrstu frumgerðir af leikföngum komnar í hús!

Written by Super User. Posted in Blog

Fyrstu frumgerðir af Formúla 1 bílnum voru að koma í hús. Módelið var skorið í samskonar vél og Geislar ehf hefur fest kaup á en vélin okkar kemur því miður ekki til landsins fyrr en í Maí á þessu ári (vonandi fyrr en seljandi gefur sér 10-12vikur í afhendingu).

 

Módelið lítur MJÖÖÖÖÖG vel út og allt smell-passaði saman en við munum sýna það og aðrar frumgerðir á Hönnunarmars 2012. Læt nokkrar myndir fylgja með.

Geislar hönnunarhús ehf kynnt til leiks!

Written by Super User. Posted in Blog

Geislar hönnunarhús ehf er nýtt fyrirtæki í eigu Pálma Einarssonar.

Við munum kynna fyrirtækið til leiks á Hönnunarmars 2012 á samsýningu Félags vöru- og iðnhönnuða í Brimshúsi, Geirsgötu 11, 101 Reykjavík. Sýningin verður opnuð þann 22. mars 2012, kl. 16:00. Sýningin mun síðan vera opin 23. - 25. mars (sjá dagskrá Hönnunarmars og opnunartíma hér).

Stefnt er að því að opna fyrirtækið formlega í framtíðarhúsnæði í maí/júní á þessu ári. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi en því miður verður ekki hægt að opna fyrir sölu á vörunum okkar fyrr en þá. Líkaðu við okkur á Facebook síðunni okkar hér og fylgstu með framgangi mála þar eða hér á þessari vefsíðu undir "blogg" kaflanum okkar.

Markmið fyrirtækisins er þríþætt:

Geislar hönnunarhús - Laserskurður - Leikföng - Gjafavara - Ráðgjöf

Bolholti 4 - 105 Reykjavík - 565 0806 / 777 6190 - email: palmi (hjá) geislar.is