Hugmynd að morgni - tilbúin vara að kvöldi.

Written by Super User. Posted in Blog

Laugardagur 16. júní.

Ég var búinn að vera að hanna sverð í hausnum í nokkra daga og ákvað þegar ég vaknaði í gærmorgun að nú væri kominn tími til að teikna þetta upp. Ég skissaði upp í Rhino (3d teikniforrit) sverðið yfir morgunmatnum á þróunarsetrinu í Kjós og upp úr hádegi renndi ég af stað í bæinn.

Þegar ég kom niður í búð kláraði ég teikninguna af sverðinu, henti krossvið í skurðarvélina og skar út fyrstu frumgerðina um 2-leytið. Þegar vélin var búin að skera út sverðið setti ég það saman og fann tvær villur sem þurfti að laga.


Skjá-skot af teikningunni.

Skjá-skot af teikningunni.

Þegar sverðið var komið þá var að teikna skjöldinn en þar fór mesti tíminn í að skissa drekana sem skreyta skjöldinn, en þegar það var komið var klukkan að verða 5 og kominn tími til að skera út tvö sett. Ég bætti við "R" og "B" stöfum á skyldina fyrir Róbert og Brynjar.

Byrjaður að skera!

Written by Super User. Posted in Blog

Jæja, þá er vélin komin í gang og ég búin að skera fyrstu leikföngin sem ég ætla að gefa "meisturunum" á leikskólanum Núpi á morgun (þar sem Róbert og Brynjar eru). Næstu dagar verða notaðir í að kynnast vélinni og framleiða eitthvað á lager. Vonandi get ég byrjað að skera fyrir þá aðila sem bíða strax eftir helgi.

 

Geislar taka á leigu verslunarhúsnæði að Bolholti 4

Written by Super User. Posted in Blog

Geislar hönnunarhús ehf hefur gengið frá leigusamningi vegna húsnæðis að Bolholti 4, 105 Reykjavík. Vinstra megin á jarðhæð er Handverkshúsið en Geislar verða hægra megin. Á sama stað var eitt sinn Ísleifur Jónsson með verslun. Stefnt er að opnun fyrirtækisins í maí en undirbúningur er í fullum gangi.

Stutt vídeó frá sýningunni okkar á Hönnunarmars 2012

Written by Super User. Posted in Blog

Stutt vídeó frá sýningunni okkar í Brims-húsi á Hönnunarmars 2012. Við viljum þakka fyrir frábærar móttökur og hvetjum fólk til að skrá sig á póstlistann okkar með því að smella hér. Við munum síðan senda út tilkynningu hvenær er hægt að fara kaupa vörurnar okkar og hvar. Þökkum einnig öllum sem lögðu hönd á plóginn og hjálpuðu til við undirbúninginn. Takk takk

Geislar hönnunarhús - Laserskurður - Leikföng - Gjafavara - Ráðgjöf

Bolholti 4 - 105 Reykjavík - 565 0806 / 777 6190 - email: palmi (hjá) geislar.is