Um okkur

Written by Super User. Posted in Uncategorised


Geislar hönnunarhús fjölskyldan, Brynjar Örn (7), Pálmi, Sævar Kári (7 mán), Oddný og Róbert Björn (9). Á myndina vantar Gísla Jóhann (25).

Geislar hönnunarhús sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á leikföngum og gjafavöru - bæði fyrir innlendan markað og fyrir ferðamenn - ásamt því að bjóða upp á geislaskurð (laserskurð) og hönnunarráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skjót og sveigjanleg þjónusta á hagstæðu verði. Miklir möguleikar á að sérsníða lausnir og vörur fyrir viðskiptavini í litlu upplagi.

Gjafavörurnar og minjagripirnir eru einfaldir og fallegir - margir með fornum munstrum og rúnum - hannaðir út frá aldagamalli rúmfræði, svokölluðu „blómi lífsins“. Módel leikföngin er skemmtilegt að setja saman og mála sem er bæði skapandi og þroskandi fyrir börnin og svo þola þau alvöru leik.

Vörurnar eru umhverfisvænar, gerðar úr viði og öðrum náttúrulegum hráefnum og eru allar framleiddar á verkstæði Geisla. Langflestar pakkast flatar og eru í lágmarks umbúðum sem brotna 100% niður í náttúrunni og taka því mjög lítið pláss í ferðatöskum, þegar sendar með pósti og í hillum verslana.

Vörur Geisla eru seldar í fjölda verslana um land allt en öllu vöruúrvalinu er framstill og selt í verslun Geisla í Bolholti 4, 105 Reykjavík.

Ef þú hefur áhuga á að selja vörur Geisla í þinni verslun, hafðu samband í síma 777-6190 / 565-0806 eða með töluvpósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við sendum þér vöru- og verðlista um hæl.

 

UMHVERFISSTEFNA

Stefna Geisla hönnunarhúss er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Markmiðið er að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins í lágmarki og leitast við að hafa sem jákvæðust áhrif á umhverfi og samfélag hvað varðar vöruval, þjónustu og þau skilaboð sem við sendum frá okkur í hönnun okkar, ræðu og riti.

Gjafavörurnar og minjagripirnir eru eingöngu eða nánast eingöngu úr náttúrulegum hráefnum; fyrst og fremst birkikrossviði úr sjálfbærum skógum en einnig slípaðir og geislaskornir steinar sem við tínum í fjörum Íslands sem eru ekki friðlýstar.

Vörurnar eru allar framleiddar frá grunni á verkstæði okkar í Bolholtinu og eru léttar og fyrirferðalitlar. Krossviðsvörurnar pakkast flatar og eru í einföldum pappírsumbúðum sem brotna niður í náttúrunni og steinarnir í umbúðum sem er ekki hent. Sendingar til viðskiptavina taka því lágmarks pláss og vigt. Af þessu leiðir að vistspor söluvara okkar frá framleiðslu til afhendingar er í lágmarki.

Endurnýtanlegur úrgangur er flokkaður og skilað til endurnýtingar og spilliefnum skilað til viðurkenndra móttökuaðila.

Við leitumst við að eiga viðskipti við fyrirtæki sem selja umhverfisvænar vörur og eru umhverfisvottuð.

Eigendurnir leggja allt kapp á að lifa sem vistvænustu lífi og stuðla að sjálfbærara samfélagi eins og má m.a. sjá hér: Edengarðar Íslands á FB og á www.arfurinn.is.

HÖNNUÐURINN - Pálmi Einarsson

Pálmi er fæddur árið 1969 í Kópavogi, sá níundi í röð tíu systkina. Hann er kvæntur fjögurra drengja faðir sem hefur frá unga aldri haft brennandi áhuga á tækni, hvernig hlutir virka og sköpuninni sjálfri. Hann heillaðist af náttúru Íslands þegar hann var sendur austur í Suðursveit átta ára gamall og ílengdist þar fram yfir tvítugt. Eftir að hafa komið víða við ákvað hann að leggja stund á iðnhönnun í Design Academy Eindhoven í Hollandi þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000 og var verðlaunaður fyrir lokaverkefni sitt Robert.

Pálmi starfaði sem verkefnastjóri, hönnuður og síðar deildarstjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Össuri hf. á Íslandi frá 1994 til 2004 og til 2010 hjá Ossur Americas í Kaliforníu og standa eftir hátt í eitt hundrað einkaleyfi á hans nafni í eigu fyrirtækisins.

Frá árinu 1991 rak hann samhliða öðrum störfum eigið hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki; pe design á Íslandi og designhouseone í Bandaríkjunum og hélt með því sköpunarkraftinum við. Árið 2012 stofnaði hann Geisla hönnunarhús en þar hannar hann og framleiðir módel leikföng, gjafavörur og minjagripi meðal annars út frá fornri rúmfræði kölluð „blóm lífsins“ og notar gamlar rúnir og tákn í hönnuninni sem hefur iðulega djúpa merkingu og sögu. Vörur Geisla eru seldar á heimasíðum og í verslunum um land allt og hefur verið vel tekið, bæði af Íslendingum og ferðamönnum. Pálmi býður einnig upp á hönnunarráðgjöf og geislaskurð og hefur frá stofnun þjónustað hundruð ólíkra viðskiptavina. Fjölhæfni hans hefur gert honum kleift að reka fyrirtækið með lágmarks tilkostnaði, því auk þess að hanna og framleiða allar sínar vörur, hannar hann vörumerkið, innviðina, markaðsefnið, vefsíðuna, vörulistana og tekur allar ljósmyndirnar.

Pálmi hefur fengist við kennslu hjá Listaháskóla Íslands og verið óstöðvandi í að afla sér dýpri þekkingar á tækni og sköpuninni í sinni víðustu merkingu og möguleikum til að skapa friðsælli og sjálfbærari heim og eru Edengarðar Íslands sem dæmi hugarfóstur hans.

Ferilskrá Pálma er hægt að finna hér.

The designer - Palmi Einarsson

Palmi, a husband and a father of four, and the ninth of ten siblings, was born in Reykjavik in 1969. His fascination with technology, nature and the way things work began, at the age of eight, when he moved to a farm in a rural area in SE Iceland where he lived until in his twenties. After studying and working in different fields, he decided to move to Holland to learn industrial design at the Design Academy of Eindhoven. When graduating in 2000 he received an award for his graduation project Robert.


Palmi's career as a project manager, design lead and R&D director at Ossur - a global innovation leader in the prosthetics and orthopedics industry - began in 1994. In 2004 he relocated to California where he was tasked with building and leading an orthopedic R&D division as vice president. During his tenure he yielded over 100 international patents, either as inventor or co-inventor. His creativity and passion for design drove him run his own design and consultancy firm on the side from 1991, pe design in Iceland and designhouseone in California.

In 2012 he founded Geislar design house in Reykjavik, where he designs and manufactures model-toys, gift product and souvenirs, that have been well received by tourists and Icelanders alike; sold online and in stores all over Iceland. He also offers design consultation and laser cutting services to a diverse group of clients. Palmi's multi-talent has enabled him to run his company with minimal cost. He not only designs and manufactures his own products, but also the company's brand and interior, website, promotional material, catalogs and photos.

Palmi has been an instructor at the Icelandic Academy of Arts and is unstoppable in his quest to further his understanding of technology and the creation in its widest meaning, and the possibilities to create a more peaceful and sustainable world.

Geislar Hönnunarhús ehf
Bolholti 4
105 Reykjavík
S. 565 0806 / 777 6190
Email: palmi (hja) geislar.is

Nokkrar myndir af þróunarteymi Geisla ehf.

 

Geislar hönnunarhús - Laserskurður - Leikföng - Gjafavara - Ráðgjöf

Bolholti 4 - 105 Reykjavík - 565 0806 / 777 6190 - email: palmi (hjá) geislar.is