GEISLAR GAUTAVÍK ehf.

Fjölskyldufyrirtækið Geislar var stofnað árið 2012 og er í eigu hjónanna Pálma Einarssonar iðnhönnuðar og Oddnýjar Önnu Björnsdóttur viðskiptafræðings.

Frá stofnun og þar til sumarið 2018 var það staðsett í Bolholti í Reykjavík. Þann 1. júlí 2018 flutti fjölskyldan með fyrirtækið á lögbýlið Gautavík í Berufirði sem er í ríflega 20 mínútna akstursfjarlægð frá Djúpavogi og breytti nafni fyrirtækisins úr Geislar hönnunarhús í Geislar Gautavík.

Á bænum er verslun með vörum fyrirtækisins sem hefur ekki fasta opnunartíma. Best er að hringja á undan sér í 869-7411 eða 777-6190.

Sérhæfingin
Pálmi hannar og framleiðir módel leikföng og gjafavörur sem seldar eru í 45 verslunum hringinn í kringum landið. Vörurnar seljast í tugþúsundum eintaka á ári enda vinsælar bæði meðal ferðamanna og Íslendinga.

Pálmi býður einnig upp á hönnunarráðgjöf og skurðarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Samhliða því sinnir hann búskapnum.

Oddný sér um sölu-, markaðs- og fjármálin og starfar í gegnum fyrirtækið sem sjálfstæður ráðgjafi að ýmsum verkefnum á sviði matvæla, þ.m.t. sem framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Fastland sér um bókhald og gerð ársreikninga.

Sérsniðnar lausnir
Pálmi hefur mikla möguleika á að sérsníða lausnir og sérhanna vörur fyrir viðskiptavini sína og leggur sig fram um að bjóða skjóta og sveigjanlega þjónustu á sanngjörnu verði. 

Á þeim rúmu ellefu árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur hann þjónustað hundruði ánægðra viðskiptavina; bæði einstaklinga og fyrirtæki, stór og smá, um land allt.

Matvæli
Á bænum er stunduð inni- og útiræktun á iðnaðarhampi og matjurtum, en þar er einnig sauðfé, hestar, landnámshænur, endur, silungar (aquaponics ræktun), hundar og kettir.

Á bænum er vottuð aðstaða til þurrkunar og pökkunar á jurtum. Í dag seljum við Finola hampte, heil hampblóm og fleiri hampvörur, þ.m.t. hampsmyrsl í matvöru- og sérverslunum, landnámshænuegg og lambaskrokka á haustin beint frá býli.

Facebook hópur fyrir býlið og þá sem hafa áhuga á að fylgjast með lífi og starfi á bænum heitir: Geislar Gautavík - líf og störf (hampur o.fl.)

Gjafavörur
Gjafavörurnar eru fallegar og hugvitslega hannaðar út frá aldagamalli hönnunarfræði, svokölluðu gullna sniði (e: Golden ratio).

Flestar eru þjóðlegar og tengjast dýralífi, náttúru og sögu landsins og svo er sérstök lína af jólaskrauti.

Vörurnar eru fjölbreyttar og ættu því flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Módel leikföng
Módel leikföngin er skemmtilegt að líma saman og mála enda gaman að búa til sín eigin leikföng. Svo er það bæði skapandi og þroskandi og tilvalið samvinnuverkefni barna og forráðamanna þegar þau vilja eiga notalega gæðastund.

Úrvalið er fjölbreytt. Frá einföldum leikföngum (5 partar) til stórra og flókinna (94 partar) og fyrir ólíka leiki. Veldu á milli sportbíla og trukka, flugvéla og flauga, dúkkuhúsa og skartgripaskrína og fleiri tegunda.

Leikföngin eru límd saman með trélími og best er að mála þau með akrílmálningu. Þau má mála bæði fyrir og eftir samsetningu. Leiðbeiningar á íslensku og ensku fylgja með.

Umhverfisvænar og pakkast flatar
Vörurnar eru umhverfisvænar, að stærstum hluta úr birkikrossviði úr sjálfbærum finnskum skógum og er pakkað í lágmarks pappírsumbúðir. Þær eru allar hannaðar og framleiddar á verkstæði Geisla í Gautavík.

Langflestar eru hannaðar á þann hátt að tveimur eða fleiri stykkjum er rennt saman eftir að þær hafa verið teknar úr umbúðunum. Kosturinn við það er að þá er hægt að pakka þeim í þunnar flatar pakkningar sem lágmarkar það pláss sem þær taka í póstsendingum, ferðatöskum og hillum verslana.

Þær eru því upplögð gjöf til fjölskyldu og vina sem búa í öðrum landshluta eða erlendis.

Hlekkur á heimsókn Landans til okkar haustið 2018.

Hlekkur á heimsókn N4 til okkar vorið 2019.

Iðnaðarhampur

Á býlinu er eins og áður segir bæði inni- og útiræktun á iðnaðarhampi. Tilraunaræktun á iðnaðarhampi og úrvinnslu vara úr honum hófst árið 2019. Í það tilraunaverkefni hafa hjónin fengið tvo styrki; frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (jan 2020) og Uppbyggingasjóði Austurlands (feb 2020).

Frá 2019 hafa þau unnið ötullega að vitundarvakningaverkefni sínu um notagildi iðnaðarhamps og möguleikum hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum sem varð til þess að regluverkinu var breytt, fyrst með reglugerðarbreytingu vorið 2020 og svo með breytingu á lögum vorið 2021.

Vorið 2022 hlutu þau viðurkenningu Verðlaunasjóðs iðnaðarins fyrir frumkvöðlastarf á sviði iðnaðar vegna tilraunaræktunar á iðnaðarhampi og úrvinnslu vara úr honum. Viðurkenningin var afhent í Húsi atvinnulífsins og fengu þau 2 milljónir króna ásamt sérstökum verðlaunagrip og verðlaunaskjali.


Nokkrar gamlar myndir af þróunarteymi Geisla.

Geislar Gautavík ehf.

Gautavík, Berufirði
766 Djúpavogi
Sími: 777 6190 (Pálmi)
Sími: 869 7411 (Oddný)

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kt. 680212-1630
Reikn.nr. 0111-26-290212