Ráðgjafinn og sölustjórinn - Oddný Anna Björnsdóttir

Oddný er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lærði að meta náttúruna í sumarbústaðaferðum í æsku og þegar hún stundaði staðarnám á Bifröst árin 1995-1998 þaðan sem hún útskrifaðist með B.S. gráðu í viðskiptafræði.

Hún kom víða við á námsárum sínum en frá 1998-2008 starfaði hún hjá Össuri hf. Fyrri fimm árin á Íslandi sem vörustjóri (global product manager) og deildarstjóri vörustjórnunar (director of global product & technical management) og seinni fimm árin hjá Össur Americas í Kaliforníu sem markaðs- og almannatengslastjóri (V.P. marketing and public relations) og síðar viðskiptaþróunarstjóri (V.P. business development) fyrir Norður Ameríku.

Á árunum 2008-2010 stundaði hún meistarnám á Bifröst í fjarnámi frá Kaliforníu í alþjóðaviðskiptum og sjálfmenntaði sig í lífrænum og sjálfbærum ræktunaraðferðum, heilbrigðu mataræði og lífsstíl, dýra- og umhverfisvernd.

Oddný eignaðist drengina Róbert Björn og Brynjar Örn í Kaliforníu árin 2006 og 2008 og flutti aftur heim til Íslands með eiginmanni sínum og börnum í lok árs 2010. Sonurinn Sævar Kári fæddist þar árið 2014.

Frá 2010-2016 starfaði hún sem ráðgjafi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækja í lífræna og heilsugeiranum í eigu Auðar Capital, síðar Virðingar, nú Kviku; lengst af eða frá 2011 sem framkvæmdastjóri heildsölunnar Yggdrasill sem sérhæfði sig í innflutningi, markaðssetningu og dreifingu á lífrænum og heilsuvörum.

Samhliða því var hún ötull talsmaður lífræns og heilbrigðs lífsstíls, dýra- og umhverfisverndar. Hún var hvatamaður að stofnun Samtaka lífrænna neytenda, sat í starfshópum Neytendasamtakanna á sviði matvæla og landbúnaðar frá 2011-2017, í stjórn Vottunarstofunnar Tún frá 2014 og Landbúnaðarklasans frá 2018.

Frá því að Yggdrasill var selt á vordögum 2016 hefur hún starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði matvæla og landbúnaðar. Sem slíkur hefur hún sinnt ráðgjöf og unnið fjölda verkefna fyrir fyrirtæki, stofnanir og samtök eins og Krónuna, Íslandsstofu, Matarauð Íslands, Icelandic Lamb, Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin og skrifað fjölda greina í Bændablaðið.

Sumarið 2018 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni og fyrirtæki úr Kópavoginum á bæinn Gautavík í Berufirði. Þar vinna þau að því að byggja upp blandaðan sjálfbæran búskap og stefna að sölu beint frá býli.

 

Geislar hönnunarhús ehf.

Gautavík, Berufirði
766 Djúpavogi
Sími: 777 6190 (Pálmi)
Sími: 869 7411 (Oddný)

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kt. 680212-1630
Reikn.nr. 0111-26-290212