927205e.jpg

Finola hampte 20g (30 tsk)

SKU:G927420
Finola Hemp Tea, Cannabis Sativa
2900 kr
Afsláttur
Upphæð skatts
Verð / kg:
  • Flatur pakki

Lýsing

- Sendum frítt um land allt -
Ath! 3x 20g og 2x 40g pokar eiga að komast inn um póstlúgu - stærri sendingar fara á næsta pósthús.

SÖLUAÐILAR

KRÓNAN
Grandi, Lindir, Bíldshöfði, Austurver, Garðabær, Vallakór, Mosfellsbær, Flatahraun, Selfossi, Reykjanesbær, Akranes, Vestmannaeyjar, Vík, Reyðarfjörður og Snjallverslun Krónunnar.
     Þú finnur 20g pokana í tehillunum og í MATARBÚR! - hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum sem er á Granda, Lindum, Bíldshöfða,
     Mosfellsbæ, Flatahrauni og Selfossi fram til mánudagsins 27. september.
     Þú finnur 40g pokana í fæðubótarefnahillunum

NETTÓ
Mjódd, Granda, Reykjanesbæ (Krossmóa) og Akureyri (Glerártorgi) - 20g og 40g
Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum og Höfn - 20g
     Þú finnur það í heilsuvörudeildunum og tehillunum.

FJARÐARKAUP
20g og 40g pokarnir fást í Fræinu í Fjarðarkaupum

KJÖRBÚÐIN - Djúpavogi
20g og 40g pokarnir fást í Kjörbúðinni á Djúpavogi sem er í okkar nærumhverfi

MATARBÚÐIN NÁNDIN - Hafnarfirði
Pakkar teinu í tepoka

THE GRUMPY WHALE - Skólavörðustíg
Selur 20g pokana (er við hliðina á Mokka kaffi)

- - - -

Finola Hemp Tea
Cannabis Sativa

20g (u.þ.b. 30 tsk)
Notkunarleiðbeiningar eru framan á pakkningu.

Ræktað og pakkað í Gautavík, 766 Djúpavogi.

Á býlinu Gautavík fer fjölbreytt starfsemi fram, m.a. inni- og útiræktun á iðnaðarhampi frá 2019.

Við notum aðallega frætegundirnar Finola og Felina sem eru af plöntutegundinni Cannabis Sativa.

Fræin eru á sáðvörulista Evrópusambandsins og vottuð til að innihalda innan við 0,2% THC - sem er snefilmagn.

Sýni sem var tekið og greint hér á landi 2019 sýndi 0,0%.

Við ræktunina voru engin eiturefni eða kemísk áburðarefni notuð, eingöngu húsdýraáburður og rigningarvatn.

Við handtínum blómin og laufin næst þeim af hampplöntunum, þurrkum þau í sérstökum þurrkgrindum og svo netapokum við ákveðið hita- og rakastig, handmölum og handpökkum í vandaða "ziplock" poka í vottuðu framleiðslurými.

Við þurrkunina rýrna þau um ríflega 90% í þyngd og þegar möluð verður grófa efnið eftir í sigtinuþ.m.t. fræin sem sum blómin voru byrjuð að mynda í lok uppskerutímans því þau innihalda kannabínóða aðeins í snefilmagni og viljum við þau því ekki hafa þau með í teinu.

Teið er milt og gott á bragðið eitt og sér, en má bragðbæta, t.d. með hunangi.

Við mælum með að út í teið sé sett 1/2-1 tsk af olíu því hinir heilsusamlegu kannbínóðar (e: cannabinoids) á hampinum eru fituleysanlegirBragðlaus kókosolía og avocado-olía henta vel þar sem þær hafa lágmarks áhrif á bragðið.

Teið má einnig nota sem kryddjurtir í matvæli sem eru hituð/steikt og innihalda olíu (nauðsynlegt til að virkja kannabínóðana). Bragðið er milt svo það hefur nánast engin áhrif á bragðið af mætvælunum.

Bendum áhugasömum á Facebook hópinn okkar:
Geislar Gautavík - opið býli - hampur, húsdýr, handverk/snarl, golf o.fl.

 

Geislar Gautavík ehf.

Gautavík, Berufirði
766 Djúpavogi
Sími: 777 6190 (Pálmi)
Sími: 869 7411 (Oddný)

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kt. 680212-1630
Reikn.nr. 0111-26-290212