Finola hampte 20g (30 tsk)

Prenta
Finola Hemp Tea, Cannabis Sativa
927205e.jpg927205e.jpg
Söluverð2900 kr
Afsláttur
Upphæð skatts
Verð / kg:
Lýsing

- Sendum frítt um land allt -

SÖLUAÐILAR

Þú finnur teið í tehillunum þar sem annað heilsute er.

Þar sem lítið er að verða eftir af uppskeru síðasta hausts höfum við fækkað verslunum sem eru með teið.

Þær verslanir sem teið fæst enn í eru:

Krónan Lindum, Granda, Bíldshöfða, Garðabæ, Vallakór, Mosfellsbæ, Flatahrauni, Selfossi, Reykjanesbæ,
Vestmannaeyjum, Reyðarfirði og Snjallverslun Krónunnar.

Nettó Mjódd, Granda, Krossamóa Reykjanesbæ, Glerártorgi Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Höfn.

Fræið - Fjarðarkaup

Melabúðin

Brauðhúsið Grímsbæ

Me&Mu, Garðabæ og Hveragerði

Matarbúðin Nándin - Hafnarfirði og Reykjanesbæ
Pakkaði teinu okkar í tepoka og selja tepakka með 10 pokum.

Kjörbúðin - Djúpavogi
Okkar "local" verslun.

Geislar Gautavík
Okkar eigin verslun á bænum okkar Gautavík í Berufirði, Múlaþingi
Fæst einnig í netversluninni okkar (á þessari síðu :-))

- - - -

Finola Hemp Tea
Cannabis Sativa

20g (u.þ.b. 30 tsk)
Notkunarleiðbeiningar eru framan á pakkningu.

Ræktað og pakkað í Gautavík, 766 Djúpavogi.

Á býlinu Gautavík fer fjölbreytt starfsemi fram, m.a. inni- og útiræktun á iðnaðarhampi frá 2019.

Við notum eingöngu frætegundina Finola í teið okkar sem eru af plöntutegundinni Cannabis Sativa.

Fræin eru á sáðvörulista Evrópusambandsins og vottuð til að innihalda innan við 0,2% THC - sem er snefilmagn.

Sýni sem var tekið og greint hér á landi 2019 sýndi 0,0%.

Við ræktunina voru engin eiturefni eða kemísk áburðarefni notuð, eingöngu húsdýraáburður og rigningarvatn.

Við handtínum blómin og laufin næst þeim af hampplöntunum, þurrkum þau í sérstökum þurrkgrindum og svo netapokum við ákveðið hita- og rakastig, handmölum og handpökkum í vandaða "ziplock" poka í vottuðu framleiðslurými.

Við þurrkunina rýrna þau um ríflega 90% í þyngd og þegar möluð verður grófa efnið eftir í sigtinuþ.m.t. fræin sem sum blómin voru byrjuð að mynda í lok uppskerutímans því þau innihalda kannabínóða aðeins í snefilmagni og viljum við þau því ekki hafa þau með í teinu.

Teið er milt og gott á bragðið eitt og sér, en má bragðbæta, t.d. með hunangi. Þeir sem eru ekki fyrir te geta kælt það með ísmolum og bragðbætt með djúsþykkni.

Við mælum með að út í teið sé sett 1/2-1 tsk af olíu því hinir heilsusamlegu kannbínóðar (e: cannabinoids) á hampinum eru fituleysanlegirBragðlaus kókosolía og avocado-olía henta vel þar sem þær hafa lágmarks áhrif á bragðið. Ef kælt er betra að nota avocado olíu því hún harðnar ekki í kulda.

Teið má einnig nota sem kryddjurtir í matvæli sem eru hituð/steikt og innihalda olíu (nauðsynlegt til að virkja kannabínóðana). Bragðið er milt svo það hefur nánast engin áhrif á bragðið af mætvælunum.

Bendum áhugasömum á Facebook hópinn okkar:
Geislar Gautavík - opið býli - hampur, húsdýr, handverk/snarl, golf o.fl.

 

Flatur pakki

Geislar Gautavík ehf.

Gautavík, Berufirði
766 Djúpavogi
Sími: 777 6190 (Pálmi)
Sími: 869 7411 (Oddný)

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kt. 680212-1630
Reikn.nr. 0111-26-290212