
40g pokarnir (60 tsk / bollar) fást eingöngu beint frá okkur - sendum frítt um land allt.
20g pokarnir (30 tsk / bollar) fást í matvöruverslunum hringinn í kringum landið. Sjá upplýsingar undir 20g pokunum.
- - - - - - - -
Fræin eru á sáðvörulista Evrópusambandsins og vottuð til að innihalda 3-5% CBD en innan við 0,2% THC - sem er snefilmagn.
Við ræktunina voru engin eiturefni eða kemísk áburðarefni notuð, eingöngu húsdýraáburður og rigningarvatn.
Við handtínum blómin og laufin næst þeim af hampplöntunum, þurrkum þau í sérstökum þurrkgrindum og svo netapokum við ákveðið hita- og rakastig, handmölum og handpökkum í vandaða "ziplock" poka í vottuðu framleiðslurými.
Við þurrkunina rýrna þau um ríflega 90% í þyngd og þegar möluð verður grófa efnið eftir í sigtinu, þ.m.t. fræin sem sum blómin voru byrjuð að mynda í lok uppskerutímans því þau innihalda kannabínóða aðeins í snefilmagni og viljum við þau því ekki hafa þau með í teinu.
Teið er milt og gott á bragðið eitt og sér, en má bragðbæta, t.d. með hunangi.
Við mælum með að út í teið sé sett 1/2-1 tsk af olíu því hinir heilsusamlegu kannbínóðar (e: cannabinoids) á hampinum eru fituleysanlegir. Bragðlaus kókosolía og avocado-olía henta vel þar sem þær hafa lágmarks áhrif á bragðið.
Teið má einnig nota sem kryddjurtir í matvæli sem eru hituð/steikt og innihalda olíu (nauðsynlegt til að virkja kannabínóðana). Bragðið er milt svo það hefur nánast engin áhrif á bragðið af mætvælunum.
Bendum áhugasömum á Facebook hópinn okkar:
Geislar Gautavík - opið býli - hampur, húsdýr, handverk/snarl, golf o.fl.